Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
09.10.09
Bruce Richards hćttir
Bruce Richards...

Bruce W. Richards, sem verið hefur aðalhönnuður Scientific Anglers á flugulínum í yfir 30 ár, hefur nú látið af störfum. Fluguveiðmenn eiga honum margt að þakka.

Flugulínur voru mun einfaldari að allri gerð þegar Bruce hóf störf saman borið við það sem menn þekkja síðar. Þá gátu veiðimenn nánast einungis valið á milli hægsökkvandi línu og flotlínu og öll gerð línunnar var einföld. Nú er öldin önnur. Þar hefur Bruce leikið stórt hlutverk og lagt gjörva hönd á að hanna flugulínur með fjölbreyttum eiginleikum. Hlutur hans í þeirri þróun er merkilegri en flestra annarra.

Þekktasta uppgötvun hans er þó sennilega AST (Advanced Shooting Technology) en þá tækni lauk hann við að þróa ásamt samstarfsmanni sínum Del Kauss á árinu 1998. Þessi tækni gerir kápu flugulínunnar sleipari þannig að auðveldara er að kasta línunni lengra, hún flýtur betur, helst hreinni og endist lengur. Þessi aðferð reyndist svo sérstök að einkaleyfi var fengið á henni nokkrum árum síðar. Þessi aðferð hefur verið notuð í framleiðslu á öllum betri flugulínum frá Scientific Anglers hin síðari ár.

Bruce er flinkur kastari og veiðimaður. Hann er einnig sérstaklega hjálpsamur og var ávallt reiðubúinn að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Hann svaraði ávallt öllum flóknari fyrirspurnum sem veiðimenn hér lögðu fyrir Scientific Anglers fyrir milligöngu Árvíkur. Hann er höfundur að bókinni Modern Fly Lines sem kom út árið 1994. Hún er skyldulesning fyrir þá sem vilja fræðast um flugulínur og gerð þeirra.

Eftirlaunaárunum hyggst Bruce verja á nýjum slóðum og flytjast til Ennis í Montana ásamt konu sinni Susan. Árvík þakkar honum ánægjuleg samskipti á liðnum árum.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...