Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
05.08.09
Nýtt efni í júlí 2009
Nýtt efni í júlí...

Í júlí voru settar inn þrjár nýjar greinar sem finna má undir flipanum Fróðleikur - veiði. Greinin Frá töku til löndunar fjallar um hvernig bregða á við fiski og þreyta hann. Ef ætlunin er að sleppa fiskinum má finna fróðleik um það efni í annarri grein Veitt og sleppt.

Hinar tvær greinarnar, Hundar og fluguveiði og Siðareglur, eru einungis að hluta til fróðleikur. Þær fjalla um umgengnis- og siðareglur við stangveiði. Þær reglur þarf hins vegar að tileinka sér eða læra eins og annað þótt misjafnt sé milli manna hversu tillitssamir þeir eru við náunga sinn og umhverfið.

Í sumum tilvikum voru greinar settar inn á vefinn án mynda. Myndefninu var bætt við síðar. Gestir á síðunni, og þeim fer fjölgandi, hafa þannig getað fylgst með sköpunarverkinu í mótun. Allar ábendingar lesenda eru vel þegnar. Óskir um nýtt efni væri sérstaklega gott að fá.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...