Allar vörur vikunnar
VAĐBELTI - WEST BANK

West Bank vaðbeltið

er nýjung í vöðlubeltum. Það vann til verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Aftan á beltinu hefur verið útbúinn staður til þess að geyma háf, jafnvel háf með tiltölulega löngu skafti. Á hliðunum má festa mittistösku sem renna má til hliðar og aftur. Einnig má festa á beltið ýmsa aðra hluti eins og vaðstaf, stangarhaldara og fleira.

Vörunúmer: FP2099

SWITCHBACK VAĐBELTISKERFIĐ

SWITCHBACK VAÐBELTISKERFIÐ

er allt í senn, vöðlubelti, mittistaska og axlaról. Þessi byltingarkennda samsetning frá Fishpond vann til verðskuldaðra verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í júlí 2018. Mittistaskan er fimm lítra og getur verið bæði vinstra og hægra megin á beltinu. Að aftan er rauf fyrir net, jafnvel með löngu skafti. Og axlarólina má nota til þess að geyma nauðsynlegustu áhöldin, eða losa hana af beltinu ef þannig verkast vill.

Vörunúmer: FP2082

Fréttir
25.07.01
Fjórđa stćrsta bleikja frá upphafi skráningar
Fjórđa stćrsta...

Jón Gunnar Benjamínsson frá Ytri-Tjörnum í Eyjarfjarðarsveit veiddi þann
      20. júlí 2001 fjórðu stærstu bleikju sem veiðst hefur í Eyjarfjarðará frá því að
      skráningar hófust. Bleikjan mældist 73 cm og 9,1 pund. Þessum risa fiski
      náði Jón í Torfufellsármótunum í Eyjarfjarðará.
      Flugan sem Jón Gunnar notaði var rauður kúluhaus sem hann kallar Stínu í
      höfuðið á unnustu sinni. Flugan er eigin hönnun og framleiðsla Jóns Gunnars,
      hnýtt á "Grubber" B110 öngul frá Kamasan.
      Við veiðina notaði Jón einnig 8 punda fölgrænan Kamasan taum, Windmaster
      WF-7-F flugulínu frá Scientific Anglers, System 2L 78L fluguhjól frá
      Scientific Anglers og 30 punda undirlínu frá Scientific Anglers.
      Við viljum óska veiðimanninum til hamingju með veiðina og vonandi reynast
      vörur okkar honum og öðrum veiðimönnum svona vel í framtíðinni.

Deila fréttDeila frétt

Karfan mín

Karfan er tóm
Hjálp
Nýjustu fréttir
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...
Hafđu...
Brotnaði Scott-stöngin þín í sumar? Viltu hafa hana klára fyrir næsta sumar? Þá er nú...
C&F flugubox -...
Fram til 21. september 2018 býður ÁRVÍK hf. öll C&F fluguboxin sem við eigum á 40% afslætti frá...
Scott A4 stöngin...
Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí...
Nýjar vörur vikulega...
Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið...