Fréttir
30.07.08
Ný lína frá Scientific Anglers
Ný lína frá...

Sharkskin heitir nýja flotlínan frá Scientific Anglers.

 

Línan er 100 feta löng (30,5 m). Hún er ekki hál og sleip viðkomu eins og flestir halda að línur eigi að vera heldur hrjúf sem hákarlsskrápur og syngur í lykkjunum. Þú kastar henni þess vegna lengra. Hún leggst út slétt og felld í köldu vatni. Kápa línunnar er þannig hönnuð að hún flýtur hærra og endist lengur. Það glampar ekki á hana í falskasti. Loks hrindir línan betur frá sér óhreinindum.

 

Sharkskin línurnar eru til í þyngdum 3 til 8 í Ultimate Trout útgáfu og í þyngdum 6 til 10 í Steelhead útgáfunni. Steelhead er sjógenginn regnbogasilungur sem er veiddur í köldu vatni. Þetta er þess vegna  lína sem hentar vel í sjóbirtingsveiðina hér.

Deila fréttDeila frétt
Nýjustu fréttir
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...
Scott stangir til...
Scott stangirnar hafa unnið reglulega til verðlauna sem bestu nýju stangirnar á IFTD sýningunni í...