Fréttir
24.10.22
Nýtt heimisfang
Nýtt heimisfang...

Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf. skrifstofuhúsnæði sitt á Garðatorgi 3. Kaupandinn var Hjörsey ehf. sem er í eigu Guðmundar Kristinssonar. Þá lá fyrir heimild til þess að breyta húsnæðinu í íbúð en Helga Guðrún Vilmundardóttir hafði þá teiknað upp skipulag húsnæðisins sem íbúð. Húsnæðið var afhent þá þegar. Afsal fyrir eigninni var gefið út hinn 17. janúar 2022.

Breytingar á húsnæðinu hófust þegar. Þeim lauk snemma árs 2022. Fyrstu íbúarnir voru fólk á flótta frá Úkraínu.

ÁRVÍK hf. er þó ekki flutt úr bæjarfélaginu. Þörfin fyrir skrifstofuhúsnæði er hins vegar ekki mikil eftir að ÁRVÍK veiðivörur ehf. tók við sölu og dreifingu á þeim veiðivörum sem áður voru til húsa á Garðatorgi og öll starfsemin fluttist á Langholtsveg 111 þar sem verslunin Veiðiflugur er einnig til húsa. Heimilisfangið hjá ÁRVÍK hf. er nú í Fífumýri 13, 210 Garðabær.

Deila fréttDeila frétt
Nýjustu fréttir
24.10.22
Nýtt heimisfang...
Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf....
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilboð á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...