Fréttir
15.03.19
ÁRVÍK og Veiđiflugur sameina kraftana
ÁRVÍK og...

Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn. Veiðiflugur munu áfram þjóna veiðimönnum frá Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík og munu annast smásöluhlið viðskiptanna undir nafninu Veiðiflugur. Árvík hefur hins vegar fært vörubirgðir sínar og viðskiptasambönd á Langholtsveginn. Heildsöludreifing til verslana og endurseljenda verður framvegis rekin þaðan. Starfsemin í heild verður rekin undir nafninu Árvík veiðivörur. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins verður Friðjón Mar Sveinbjörnsson en Árni Árnason verður stjórnarformaður.

Þessi sameining mun efla þjónustu við viðskiptavini og auðvelda aðgengi þeirra að þeim vönduðu veiðivörum sem fyrirtækið mun hafa á boðstólum. Fyrirtækið mun hafa til sölu, bæði í smásölu og heildsölu, mörg virtustu vörumerkin og vönduðustu vörurnar til stangveiði. Vefverslun fyrirtækisins verður einnig öflug og er verið að endurhanna vefsíðu fyrirtækisins í þeim tilgangi. Allar vörur fyrirtækisins verður þá unnt að skoða á: www.veidiflugur.is. Þar til nýja síðan er orðin að fullu virk og sýnir allt vöruframboðið má einnig panta vörur í gegnum vefverslunina hér á síðunni.

Fyrirtækið mun bjóða breitt úrval veiðivara. Af helstu vörumerkjum má nefna Scott, Loop, Guideline og Echo flugustangir; Fishpond-töskur, vesti og annan veiðibúnað; Kamasan-öngla og taumefni; vörur til fluguhnýtinga frá Griffin, Loon, Marryat, Stonfo og fleirum; fluguhjól frá Einarsson, Hatch, Loop, Guideline, Nautilus og fleirum; vöðlur og skó frá Aquaz, Korkers og Scierra; flugulínur frá ARC, Guideline, Loop og Northern Sport; Frog Hair, Loop og Maxima-tauma og taumefni; fatnað frá Aquaz, Fishpond, Guideline, Loop, Patagonia og fleirum; Richard Wheatley og Vac rac-stangarhaldara og þannig mætti áfram upp telja. Og ekki má gleyma frábæru úrvali af vel hnýttum laxa- og silungaflugum, bæði frá innlendum sem erlendum hnýturum. Í því efni standa fáir Veiðiflugum á sporði.

Deila fréttDeila frétt
Nýjustu fréttir
24.10.22
Nýtt heimisfang...
Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf....
Enn ein...
Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um...
Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi, er skrifstofuhúsnæði okkar til leigu....
ÁRVÍK og...
Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn....
Tilbođ á Wychwood...
Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur...